Stillingar nets

Uppsetningarforritið mun reyna að finna öll netkort sem eru í vélinni og birta þau í Netkort listanum.

Til að stilla netkort, veldu það fyrst og smelltu svo á Breyta hnappinn. Í Breyta netkortinu skjánum geturðu svo valið um að stilla IP vistföng og netmöskva fengið með DHCP eða slegið það inn sjálfur. Einnig velurðu þar hvort netkortið sé virkjað við ræsingu.

Ef þú hefur ekki aðgang að DHCP eða ert ekki klár á því hvað það er, hafðu þá samband við umsjónarmann netkerfisins.

Ef vélin er hluti af neti þar sem vélarheitum er úthlutað með DHCP, veldu þá sjálfkrafa með DHCP. Ef ekki, veldu þá handvirkt og sláðu inn Fult vélarheiti (eins og til dæmis heiti.lén.is). Ef reiturinn er skilinn eftir auður verður notast við heitið "localhost".

Að lokum, ef þú slóst IP vistfangið og netmaskann handvirkt inn, þá getur þú einnig slegið inn vistfang sjálfgefnu gáttarinnar, sem og þá nafnþjóna sem þú vilt nota.