Stilltu tímabeldið með því að velja staðsetningu vélarinnar.
Á kortinu er hægt að smella á ákveðnar borgir (merktar með gulum depli), og rautt X kemur á staðnum sem var valinn. Þú getur einnig valið tímabelti úr listanum.
Einnig er hægt að fletta gegnum borgalistann og velja rétt tímabelti.
Á báðum flipunum er hægt að haka í Klukkan í vélinni er á UTC. (UTC, einnig þekkt sem GMT, gerir mögulegt að stilla stýrikerfið til að meðhöndla sumartíma rétt.) Hakaðu við þennan möguleika ef klukkan í vélinni er stillt á UTC en ekki staðartíma.